Fávitaskapur Íbúðalánasjóðs

Punktar

Vilhjálmur Bjarnason lektor segir Íbúðalánasjóð hafa verið illa rekinn á tímum blöðrunnar. Hann hafi orðið fyrir gífurlegu tjóni út á tómt rugl. Í áhættusækni með tilheyrandi hættu á greiðslufalli, þegar eignabólan sprakk. Virðist hafa verið rekinn af sama fávitaskap og lífeyrissjóðir landsmanna á þeim tíma. Þarf að fá 30-45 milljarða frá ríkinu fyrir áramót til að hindra gjaldþrot. Enn hærri upphæðir taka lífeyrissjóðir af gamla fólkinu. Enginn aðili í kerfinu rannsakar glæpina, sem drýgðir voru í lífeyrissjóðunum og Íbúðalánasjóði á geðveika tímabilinu. Hvernig stendur á því, Jóhanna?