Óráðsíumaður er sá, sem kaupir sér 400 fermetra hús, þegar hann hefur ráð á 200 fermetra hæð. Og fær sér gengistryggt lán, því að hann hefur svo mikla trú á krónunni. Óráðsíumaður eyðir nefnilega peningum áður en hann aflar þeirra. Hann lendir alltaf í gjaldþroti, þegar til langs tíma er litið. Svo mynda slíkir óráðsíumenn hagsmunasamtök óráðsíumanna. Til að láta skuldir sínar falla á skattgreiðendur og lífeyrisþega. Þetta kalla ég ósiðlegt með öllu. Síðustu mánuði hefur óráðsíufólk tröllriðið samfélagingu með kröfum og taumlausri frekju. Fólk, sem vill fá allt upp í hendurnar upp á 200% skuld.