Reyna að slátra IceSave

Punktar

Stuðningsmenn Gunnlaugs Davíðs Sigmundssonar í Indefence leita leiða til að fá klappstýruna á Bessastöðum til að slátra IceSave. Út um þúfur fór tilraun Guðmundar Franklíns til að flagga mótmælum á fésbók. Undirskriftirnar 35.000 reyndust falsaðar. Þær voru bara gamlar 15.000 undirskriftir frá næstsíðasta IceSave samningi. Mótmælin voru því fölsuð frá grunni, bæði að innihaldi og magni. Jóhannes Gunnarsson í Indefence hópnum er samt staffírugur. Sagði í viðtali við This is Money, að hann teldi flesta Íslendinga vera andvíga nýja samningnum. Nú á hann bara eftir að sannfæra forsetann um, að svo sé í raun.