Áramótaávarp mitt

Punktar

Ríkisfjármál eru orðin sjálfbær, þótt skuldir séu of miklar. Velferð, heilsa og skólar eru viðunandi, þrátt fyrir niðurskurð. Þau eru afrek stjórnarinnar árið 2010. Sumt annað fór miður. Siðvæðing er nánast engin. Mannaráðningar eru pólitískar. Leynd ríkir á öllum sviðum. Bönkum stýra gráðugir banksterar eins og áður. Glæframenn einir fá afskriftir. Þetta er ósigur stjórnarinnar. Svo er stóra málið eftir, steindauða krónan, sem reynt er að halda uppi. Það tekst ekki, því að laust fé í landinu er yfir þúsund milljarðar. Það hleypur burt, ef krónan verður gefin frjáls. Þá verður annað hrun. Farsælt ár!