Vandi okkar með fjölmiðlana felst ekki í, að faglegt eftirlit skorti af hálfu ritskoðunar ríkisins. Katrín Jakobsdóttir telur sig finna réttlætingu fyrir því í sannleiksskýrslunni. Ég held hún skilji það vitlaust. Hvaðan ætti þetta faglega eftirlit að koma? Það, sem fjölmiðla vantar, er allt annað: Aðgang að upplýsingum. Hér er allt lok, lok og læs. Í boði ríkisins. Við höfum bankaleynd, upplýsingalög og Persónuvernd, sem allt stefnir að algerri þögn. Leki lánabókar Kaupþings á Wikileaks er eina blómið í eyðimörk Katrínar. Við þurfum afnám bankaleyndar, upplýsingalaga og Persónuverndar.