Hrunið var mörgum að kenna

Punktar

Hverjum er hrunið að kenna, fjárglæframönnum, bankabófum, endurskoðendum, eftirlitsstofnunum, ríkisstjórn Geirs eða Davíð sjálfum? Svarið er, að hrunið er öllum þessum að kenna. Hrunið varð til í ættar- og vinasamfélagi, þar sem gerræði kom í stað verkferla. Hrunið varð til í geðveiku hagkerfi, sem oft er kennt við frjálshyggju og einkenndist af eftirlitsleysi. Hrunið hefði ekki orðið, ef einhver framangreindra aðila hefði staðið í stykkinu. En þeir brugðust allir með tölu. Þess vegna þurfa þeir allir að svara til saka og sæta refsingu. Davíð mestri. Núverandi rannsóknir ganga of skammt.