Hverjum er hrunið að kenna, fjárglæframönnum, bankabófum, endurskoðendum, eftirlitsstofnunum, ríkisstjórn Geirs eða Davíð sjálfum? Svarið er, að hrunið er öllum þessum að kenna. Hrunið varð til í ættar- og vinasamfélagi, þar sem gerræði kom í stað verkferla. Hrunið varð til í geðveiku hagkerfi, sem oft er kennt við frjálshyggju og einkenndist af eftirlitsleysi. Hrunið hefði ekki orðið, ef einhver framangreindra aðila hefði staðið í stykkinu. En þeir brugðust allir með tölu. Þess vegna þurfa þeir allir að svara til saka og sæta refsingu. Davíð mestri. Núverandi rannsóknir ganga of skammt.