Gamalkunnug aðlögun

Punktar

Aðlögun að Evrópusambandinu er frábær, þótt við göngum ekki í sambandið. Við höfum þegar náð 75% aðlögun, sumir segja 80%. Fátt af því er óþarft og flest er til gagns. Ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar er andvígt aðlögun, því að hún leiðir til góðrar stjórnsýslu í stað hagsmunagæzlu. Hvellur er í pólitíkinni út af þessari góðu aðlögun, sem næstum öll var komin fyrir tíð ríkisstjórnarinnar. Evrópuandstæðingar vinna þjóðinni tjón með því að vilja stöðva aðlögun. Hafa áhrif innan ríkisstjórnar og Vinstri grænna. Óttast góða stjórnsýslu. Varðveita gerræði, frændhygli, flokkshygli, hagsmunagæzlu.