Valdimar O. Hermannsson heldur, að hann sé fréttastjóri Ríkisútvarpsins. Sendir útvarpinu lista yfir fréttir, sem hann telur æskilegt að birta. Í raun er Valdimar bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Listi hans þýðir, að hann vill, að birtar séu tilkynningar frá bæjarstjórn, en ekkert neikvætt. Margt er skrítið austur á fjörðum og Valdimar er eitt af því. Bæjarstjórnarmenn eiga að haga gerðum sínum á þann veg, að af þeim fari góðar fréttir. Hagi þeir sér illa, eiga að koma af því vondar fréttir. Valdimar gæti bara stýrt slíku, ef hér væri alræði Sjálfstæðisflokksins.