Brúuðu árnar með krapa

Punktar

Austdælingar í Skagafirði bjuggu til vetrarbrýr á Austari-Jökulsá. Vaður úr hrosshári var strengdur þvert yfir ár neðan til á hyljum, þannig að hann rétt snerti vatnsborðið, Krapaburður staðnæmdist við strenginn, fraus saman og varð að manngengum ís. Sjálfsagt hefur þetta tíðkast líka í öðrum sýslum. Veturinn var stundum bezti samgöngutíminn, áður en brýr komu til skjalanna. Kolófær stórfljót voru ísi lögð síðvetrar og þá var stundum hægt að ríða þau endilöng. Varningur úr kaupstað var dreginn á sleðum, þegar harðfenni var. Dæmi voru um, að timbur væri dregið yfir Drangajökul að vetrarlagi.