Í gær sagði ég, að ógilding stjórnlagaþing-kosninga væri mikið áfall. Það er vanmat, ógildingin er reiðarslag. Orðhenglar Hæstaréttar tóku form fram yfir innihald. Um það snýst íslenzk lagatækni, en ekki um réttlæti. Þjóðverjar leystu svona mál með því að láta úrslit standa. Ekkert bendir til, að rangt hafi verið haft við. Allar athugasemdir Hæstaréttar snúast um tækni. Réttar sem slíkar, en hefðu ekki átt að leiða til ógildingar. Ég styð málflutning Eiríks Tómassonar. Hæstiréttur gekk of langt og grefur undan tiltrú okkar á þjóðskipulaginu. Við gerum samt aðra tilraun til stjórnlagaþings-kosninga.