Íslenzkir dómarar eru ekki síður spilltir og vilhallir en aðrir embættismenn og pólitíkusar. Við sjáum það af því, að fjölþjóðlegir dómstólar í Evrópu snúa oftast við dómum Hæstaréttar. Samanburður á þýzka stjórnlagadómstólnum og Hæstarétti sýnir þetta líka. Hæstiréttur var svo æstur í að knésetja stjórnlagaþingið, að hann sinnti ekki almannahagsmunum, hagsmunum kjósenda, hagsmunum kjörinna fulltrúa. Þýzki dómstóllinn lét miklu verra mál standa, en Hæstiréttur sópaði öllu málinu út af borðinu. Ég fyrirlít Hæstarétt. Tel dómarana þar úrelta og vilhalla, gæzlumenn sérhagsmuna þrælahaldaranna.