Margir þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru baráttumenn hrunverja. Pétur H. Blöndal gekk lengst. Hann var hugmyndafræðingur hruns sparisjóðanna, átti spakmælið: “Fé án hirðis”. Og allt féð var hirt. Bjarni Benediktsson var þingflokksformaður hrunsins, ábekingur ofsadýrra loforða Geirs og Davíðs og aðili að hruni Sjóvá. Ásbjörn Óttarsson, sem greiddi sér arð úr stórtapi og sveik undan skatti. Sigurður Kári Kristjánsson, sem sí og æ morfísast í hálftíma hálfvitanna á þingi. Árni Johnsen hinn frómi. Þar er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kúlulánadrottning. Fleiri eru í safni heiðursmanna flokksins.