Allt í einu hrökk Jóhanna Sigurðardóttir í gang. Talaði tæpitungulaust á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar. Sagðist vilja þjóðareign á auðlindum fyrir kosningar. Sagðist vilja nýja stjórnarskrá fyrir kosningar. Algerlega sammála, vil þó bæta við þjóðaratkvæði milli stjórnlagaþings og alþingis. Hún sagði líka, að órólega deildin í vinstri grænum léki sér að eldinum með andstöðu við brýn ríkisstjórnarmál. Ég er algerlega sammála. Órólega deildin á erfitt með þátt mannlegra samskipta, sem felst í að lúffa í minnihluta. Órólega deildin kallar raunar á nýja stjórn hrunverja. Hún er þjóðhættuleg.