Barátta milli hagsmuna

Punktar

Íslenzk stjórnmál snúast um baráttu milli sérhagsmuna og almannahagsmuna meira en um nokkuð annað. Sjálfstæðisflokkurinn og að nokkru leyti Framsókn eru fulltrúar sérhagsmuna. Yfirstéttarinnar, sem þykist eiga Ísland. Þar eru fremstir í flokki kvótagreifar, sem stálu auðlind þjóðarinnar og veðsettu hana. Sérhagsmunir eru fleiri, svo sem í vinnslu og dreifingu búfjárafurða. Sérhagsmunir vilja ekki innköllun aflaheimilda, vilja ekki frelsi í búvöru, vilja ekki stjórnlagaþingið, vilja ekki uppgjör við bankabófa. Sérhagsmunir eiga líka innhlaup hjá stjórnarflokkunum, sem tregðast við að efna loforðin.