Hættið að rugla um skattpíningu

Punktar

Skattpíning ríkisstjórnarinnar nemur 1%. Það er nú allur skandallinn. Þótt hrun hafi orðið í fjármálum þjóðar og ríkis. Skattbyrðin var 19% árið 2008 og varð 20% árið 2009. Samt hefur linnulaust verið talað um, að ríkisstjórn Jóhönnu sé að sliga þjóðfélagið. Raunar lækkuðu skattar lágtekjufólks og fólks með meðaltekjur, en skattar hátekjufólks hækkuðu. Ég sé ekki betur en, að tölurnar sýni, að skattar hafa verið höndlaðir af skynsemi og hógværð. Sennilega er þetta of lítil skattahækkun. Enda eru skattar hér á landi lægri en í velferðarríkjum heimsins. Hættið svo að rugla um skattpíningu.