Ekki fleiri herforingja, takk

Punktar

Góð mannlýsing á Hosni Mubarak felst í stuðningi Benjamin Netanyahu og Tony Blair. Netanyahu er forsætisráðherra terroristastjórnar Ísraels og Blair var mesti snákaolíu-sölumaður Vesturlanda sem forsætisráðherra Breta. Við getum dæmt Mubarak eftir vinum hans. Enda er hann í senn harðstjóri og þjófur. Egyptar hata hann og reyna árangurslaust að losna við hann. Mubarak beitir ýmsum undanbrögðum, skipar endurtekið nýja ráðherra og lofar að hætta næsta haust. Hvorugt dugar borgurunum. Þeir hafa bara fengið nóg. Vonandi kemur næsti forseti Egypta ekki úr röðum herforingja. Þeir gefast ævinlega illa.