Leitað að sökudólgi ósigurs

Punktar

Robert Gates skammar Evrópuríki Atlantshafsbandalagsins fyrir lítinn áhuga á stríðinu í Afganistan. Hann hefur að því leyti rétt fyrir sér, að í Evrópu er minni áhugi á manndrápum en í Bandaríkjunum. En tilgangur hans er að ýta sökinni á ósigri Bandaríkjanna yfir á Evrópu. Vesturveldin fara halloka í Afganistan og Robert Gates leitar að sökudólgi utan Bandaríkjanna. Enginn veit lengur, hvers vegna Vesturveldin eru þarna í Langtburtistan. Reynsla Breta og Rússa hefði þó átt að vera þeim víti til varnaðar. Landið er svo fjarri vestrænni siðmenningu, að stríð gegn því er án takmarks og tilgangs.