Ég fyrirlít Hæstarétt ekki síður en aðra dómstóla landsins. Dómararnir eru aldir upp í Njálu af Sigurði Líndal, skemmtilegum aðdáanda lagatæknilegra hártogana. Hæstiréttur leyfði Halldóri J. Kristjánssyni bankastjóra að koma undan hundrað milljón króna þýfi. Fann lagatæknilegar forsendur fyrir að leyfa réttlæti ekki fram að ganga. Í lagatækni Sigurðar Líndal er hvergi rúm fyrir réttlæti. Öll íslenzk lögfræði hefur áratugum saman verið lagatækni, kennslubók í hártogunum. Hæstiréttur er þannig mótaður. Þorir ekki að leyfa málum að fara til EFTA-dómstólsins, því að hann dæmir öfugt við Hæstarétt.