Af fyrri reynslu veit ég, að Arngrímur Ísberg og Einar Ingimundarson stíga ekki í vitið. Samt er mér óskiljanlegt, hvernig héraðsdómararnir fundu út, að bófar Exeter-málsins hafi ÓVART gerzt sekir um þrautskipulagða glæpi. Harðort sérálit Ragnheiðar Harðardóttur hefði átt að vekja bjálfana upp við vondan draum. Hvaða skýringar, sem menn vilja gefa á gerðum sakborninganna, er aldrei hægt að segja þær hafa verið ÓVART. Það er bara út af kortinu. Mér finnst sennilegast, að dómurunum hafi verið mútað. Að öðrum kosti hefðu þeir félagar ekki getað sparkað svona glæfralega í siðgæðisvitund almennings.