Útihátíðir hvers sumars í Reykjavík eru orðnar þrjár, 17. júní, Gay Pride og Menningarnótt. Stýrimenn hátíðanna telja Reykvíkinga aðeins þrá eitt: Að komast á fyllerí á Arnarhóli. Fyrst voru þetta þrenns konar hátíðir, en þær eru allar orðnar eins: Útitónleikar við Arnarhól. Í skuggann fellur margs konar bjástur fólks á sviði menningar. Stýrimenn segja, að popp sé menning, en ég held þeir eigi við, að bara popp sé menning. Svo tekur við nýr morgunn hreinsunardeildar, sem sér um, að útlendir túristar sjái ekki leifarnar af eðlislægum sóðaskap Íslendinga. Bilaða jólaserían í Hörpu var vel við hæfi.