Gef ekki túskilding fyrir uppkast stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Þar sjást fingraför lagatækna. Orðalagið “ef nauðsyn ber til” gefur valdhöfum umboð til að víkja frá grunngildum stjórnarskrár. Tjáningarfrelsi má hefta, “ef nauðsyn ber til”, sömuleiðis upplýsingafrelsi og fundafrelsi. Skráin heftir ekki grunnmúraða leyndarhyggju. Kosningareglur eru flóknar að hætti Þorkels Helgasonar, svo sem “kjördæmavarið landskjör”. Atkvæði greitt Katrínu í Reykjavík lendir hjá Ásmundi Einari í Dölunum. Þjóðkirkjan hefur óbreytta stöðu. Ekki tekur því að skipta um stjórnarskrá upp á þessi býti.