Þegar lesnar eru niðurstöður skoðanakannana um fylgi flokka, þarf að hafa þá í huga, sem styðja engan flokk. Í síðustu könnun 365-miðla sagðist annar hver kjósandi vera óákveðinn, ætla að skila auðu eða vildi ekki svara. Það þýðir, að fylgi flokka og ríkisstjórnar er helmingi minna en hinar birtu tölur sýna. Þannig eru ekki 26% fylgjandi ríkisstjórninni, heldur bara 13%. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 25% fylgis, en ekki 50%. Samfylkingin nýtur 11% fylgis, en ekki 23%. 7% styðja Framsókn, en ekki 14$. 6% styðja Vinstri græna, en ekki 12%. Hálft prósent styður Hreyfinguna, en ekki heilt prósent.