Flotaforingjum fer aftur

Punktar

Fyrir ströndun Sómalíu er mesta sjóræningjabæli heims. Þar eru enn 50 skip og 528 fangar í höndum sómalskra sjóræningja. Samt hafa flotaveldi heimsins samstarf þar um aðgerðir gegn sjóráni. Þráteflið hefur staðið árum saman. Fyrr á öldum var mesta sjóræningjabælið í Miðjarðarhafinu. Þegar Rómverjar urðu þar öflugir, gerðu þeir Gnæus Pompejus út árið 67 f.Kr. Hann skipti hafinu í reiti og útrýmdi sjóræningjum skipulega. Náði 1400 skipum og drap 10.000 sjóræningja. Hreinsaði hafið á 90 dögum. Svipað gerðu Ottómanar í Miklagarði og Feneyingar á 16. öld. Sennilega hafa flotaforingjar þá verið harðskeyttari.