Takið braskarana í gegn

Punktar

Við lesum um, að fjármálamarkaðir séu að gera áhlaup á Grikkland og að önnur ríki séu síðan í sigtinu. Virðulegir álitsgjafar tjá sig um stöðu Grikkja og líkur á þjóðargjaldþroti. Engum dettur í hug að fara í hinn enda málsins, stöðu fjármálamarkaða. Samt er það kerfið sjálft, sem er í ólagi, fremur en hallarekstur ríkja. Markaðshyggjan er orðin svo grunnmúruð, að ekki er leyft að efast um hana. Auðvitað eiga ríkisstjórnir og samtök ríkisstjórna að taka á fjármálamörkuðum. Evrópusambandið á að banna þessi áhlaup markaðarins og beita braskara hörðum viðurlögum, svo sem fangelsi og frystingu fjármuna.