Hatrið á gamlingjum er útbreitt í samfélaginu og endurspeglast á fésbók sem víðar. Valur spyr mig þar: “Ertu að tala um gamlingjana sem eru af þeirri kynslóðinni sem fengu allt fyrir ekki neitt?” Sigurður segir þar um unga fólkið: “Óþarfi fyrir þau að halda upp frekjukynslóð sem fékk sínar eignir nánast frítt.” Telja gamlingja hafa eignast íbúðir frítt í verðbólgu. Vita ekki, að engin 80%, 90% eða 100% íbúðalán voru þá til. Fólk varð að safna fyrir íbúðum. Þá var ekkert “Fly Now, Pay Later”. Kannski komst það fremur létt út úr þessum lánuðu 30%. En í stórum dráttum borgaði fólk íbúðir sínar.