Sjaldan eða aldrei hef ég séð jafn eindregna fordæmingu á fésbók og skrifin um Ögmund Jónasson ráðherra. Margt verra er þar sagt um hann en að hann sé sótraftur. Lengi hef ég talið, að Ögmundur hugsaði ekki eins og annað fólk. Enginn pólitíkus getur komið með flóknari útskýringar á rangri niðurstöðu. Ég held hann fari pólitískt illa út úr samstarfinu við Bjarna Benediktsson. Kannski gengur hann bara í Flokkinn. Þótt ég hafi um skeið talið hann heldur eiga heima með Vigdísi í Framsókn. Nú láta þeir verst, sem kusu hann síðast. Verður næst að sækja fylgi annað. Og ekki fær hann fylgi óánægðra kjósenda.