Feneyingar stigu það heillaskref í sumar að hefja gjaldheimtu af ferðafólki. Skatturinn er lagður á alla gistingu, þar á meðal á tjaldstæðum uppi á landi. Feneyjar hafa lengi verið ofsetnar ferðamönnum. Þeir eru fleiri en 60.000 á degi hverjum. Einnig er brýnt að takmarka umferð skemmtiferðaskipa, þótt það verði ekki gert að þessu sinni. Skatturinn fer í aðgerðir til að vernda þetta heimsins stærsta og merkasta safn, en megintilgangurinn er þó að fækka ferðamönnum. Feneyingar hafa fengið nóg af þeim. Úti í heimi er til siðað fólk, sem ekki fer eftir íslenzka spakmælinu: Því meira, því betra.