Vísitölukerfið íslenzka hefur gengið sér til húðar. Veldur ekki hlutverki sínu að tryggja verðgildi fjárskuldbindinga. Hliðarverkanir eru of miklar. Verstur er vítahringur innbyggðu verðbólgunnar. Hækkun á einum lið leiðir til hækkunar annarra liða, sem áfram leiða keðjuverkunina. Vítahringurinn er herkostnaður þjóðarinnar af ónýtum gjaldmiðli. Krónan hrynur sífellt, áratug eftir áratug. Tími er kominn til að hætta þessari vitleysu. Evran liggur í augum uppi sem arftaki. Hún er hins vegar of óvinsæl. Að sinni er bezt að taka upp frelsi í notkun hvers konar gjaldmiðla í innlendum viðskiptum.