Lilja Mósesdóttir jafnaði met Ögmundar í lýðskrumi á Alþingi í dag. Sagðist hafa verið svo andvíg afturvirkum lögum Árna Páls Árnasonar um gengistryggð lán, að hún hafi gengið úr þingsal. Lilja studdi þó þessi lög og samþykkti þau 2010. Þvert ofan í það, sem hún segir nú. Þingmenn Hreyfingarinnar einir voru andvígir lögunum í atkvæðagreiðslunni. Þetta er svipað eða grófara lýðskrum en hjá Ögmundi Jónassyni ráðherra. Nann segist hafa verið andvígur lögunum, sem leyfðu brask lífeyrissjóða. Í rauninni greiddi lýðskrumarinn atkvæði með lögunum, en Jón Baldvin Hannibalsson einn var andvígur þeim.