Baldursdómur vekur vonir

Punktar

Fangelsisdómur Baldurs Guðlaugssonar ráðuneytisstjóra vegna innherjasvika vekur vonir. Samkvæmt honum mun Hæstiréttur ekki bila í málum fjármálabófa, sem nú eru í vinnslu hjá Sérstökum. Minnkað hefur óttinn um, að dómstóllinn muni láta menn njóta þess, að þeir eru peningafurstar eða yfirstéttarfólk. Ef lög ná yfir ráðuneytisstjóra, ná þau væntanlega líka til bankastjóra og fjárglæframanna. Hingað til hafa margir talið tvær þjóðir vera í landinu. Annars vegar Jón og hins vegar refsilaus Séra Jón. Þetta er fyrsti dómurinn á Íslandi um innherjasvik, sem eðli málsins samkvæmt eru glæpur innvígðra.