Vísitalan lækki um 20%

Punktar

Júlíus Sólnes verkfræðingur vill reikna lánskjaravísitöluna upp á nýtt. Taka úr henni óviðkomandi liði, svo sem hækkanir skatta og gjalda. Slíkir liðir eru enda verðbólguhvetjandi. Júlíus telur, að væri slík vísitala reiknuð frá 1995, mundi hún núna vera 20% lægri en núverandi vísitala. Þetta væri sátt, sem tæki tillit til skuldara, ekki bara til lánveitenda. Þar sem afturvirkni er bannorð eftir nýjan dóm Hæstaréttar, yrði slík vísitala aðeins framvirk. Með lögum væri eigi að síður hægt að setja sama afslátt á húsnæðisskuldir. Til frambúðar væri samt bezt að taka upp evru. Hugmyndir Júlíusar er ágætar.