Sjö fiskistaðir á toppnum

Veitingar

Sjö af tíu beztu veitingahúsum Reykjavíkur eru sérhæfðir sjávarréttastaðir. Þrjár ástæður eru fyrir því. Fiskur er bezta hráefnið á Íslandi, betri en í flestum öðrum löndum. Eldunartími á fiski er viðkvæmari en annar eldunartími og því eru sjávarréttakokkar betri en aðrir kokkar. Íslenzkir kokkar eru vel menntaðir og vel meðvitaðir um mikilvægustu þætti starfsins. Sjö toppstaðir í fiski eru þessir, taldir upp í stafrófsröð, en ekki gæðaröð: Fiskfélagið, Fiskmarkaðurinn, Humarhúsið, Höfnin, Sjávargrillið, Sjávarkjallarinn, Þrír Frakkar. Höfum svona marga flotta staði, því að ferðamenn stækka markaðinn.