Geir aftengdi lýðræðið

Punktar

Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur líkir ákvörðun Geirs Haarde um að ræða ekki vanda bankanna í ríkisstjórn við, að forstjóri Almannavarna kallaði ekki saman almannavarnarnefnd í hættuástandi. Gaf bankabófunum með því svigrúm til að koma fjármunum undan. Geir hafi með þögninni sloppið við þrýsting samráðherra og aftengt lýðræðið. Tilraunir til að draga hann fyrir dóm báru síðan lítinn árangur. Landsdómur nennti ekki einu sinni að toga uppúr Seðlabankanum símtal Geirs og Davíðs daginn fyrir hrunið. Niðurstaða Landsdóms verður því talin vera lélegasti kattarþvottur stjórnmálasögunnar.