Þjóðremba Ögmundar

Punktar

Ríkisstjórnin getur gamnað sér við að setja þjóðrembd skilyrði fyrir leigu Huang Nubo á Grímsstöðum á Fjöllum. Hún getur bannað, að þar verði grafin út herskipa- og stórskipahöfn. Hún getur bannað, að þar verði reist stórvirkjun jarðvarma. Hún getur bannað, að þar verði reist Kárahnjúkastífla. Og svo framvegis. Ekkert af þessu virðast vera fýsileg verkefni. En með ýmsum hætti slíkum má hindra, að á Grímsstöðum verði valdamiðstöð kínverskra áhrifa. Ég sé ekkert athugavert við, að Nubo fái að æfa ferðaþjónustu í 400 metra hæð yfir sjó. Viðbrögð Ögmundar Jónassonar eru dæmigerð þjóðremba eyjarskeggja.