Endurvakin hrunstjórn

Punktar

Á valdaskeiði Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur bylti Blair-ismi norrænum kratisma í Samfylkingunni. Fólk heillaðist af frjálshyggju, óheftum bönkum, stóriðju, auðmönnum og sókn til hægri. Í hruninu varð óskhyggjan að engu. Jóhanna kom með gamla kratismann norræna inn að nýju. Enn er samt fjöldi Samfylkingarmanna með glýju í augunum út af nýjum útgáfum af Blair-isma. Á þessu hausti kraumar vilji þeirra til aðgerða. Segja Samfylkinguna draga of mikinn dám af vinstri áherzlum Vinstri grænna. Beint og óbeint stefna Blair-istar Samfylkingarinnar að endurvakinni hrunstjórn með Sjálfstæðisflokknum.