Aðlögun og aðild

Punktar

Viðræður Íslands við Evrópusambandið eru öðrum þræði aðlögun. Evrópa er að fullvissa sig um, að regluverkið á Íslandi sé hliðstætt evrópsku regluverki. Við vitum, að íslenzkar reglur eru frumstæðari og ónákvæmari en evrópskar. Réttur neytenda og umhverfisvernd er til dæmis miklu lakari hér. Höfum gott af því að laga innviði samfélagsins að Evrópu, þótt við gerumst ekki aðilar. Aðlögun er góð, þótt aðild sé fjarri. Þeir, sem berjast gegn aðlögun, eru að verja séríslenzkt gerræði og lagatækni, ekki að verja sjálfstæði okkar. Með aðlögun græðum við á viðræðunum, þótt þær leiði ekki til aðildar að Evrópu.