Þunnt var prófkjörið

Punktar

Gott fyrir Bjarna Benediktsson, að umboðsmenn ógreiddra atkvæða í þingflokki hans fari ekki að reikna fylgi hans. Rétt slefar yfir helming atkvæða þeirra 18% kjósenda flokksins, sem nenntu á kjörstað. Birgir Ármannsson útskýrir hugsanir þeirra, sem ekki mæta. Eins gott, að hann reikni fylgi formannsins ekki niður í 10%. Fýlan lekur af lélegri mætingu í þessu prófkjöri eins og í öðrum um helgina. Úrslitin sýna, að hrunflokkarnir munu í vor bjóða nokkurn veginn sömu og þreyttu andlitin og áður. Hvorugur flokkurinn hefur lært af hruninu neitt, sem máli skiptir fyrir kjósendur. Allt er eins og áður var.