Sumir eru í pólitík til að hafa áhrif, aðrir til að stjórna. Fleiri þættir koma til greina og þetta blandast á ýmsa vegu. Þeir, sem vilja áhrif, eru oft erfiðir í samstarfi, hanga fast á sínu. Jóhanna Sigurðardóttir hefur alltaf verið slíkur pólitíkus. Þeir, sem vilja stjórna, stefna miklu frekar að samkomulagi, einkum myndun meirihluta. Dæmi um það er samfylkingarfólk, sem undirbýr samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eftir kosningar. Vill leysa Framsókn af hólmi sem miðjuaflið, er semur á víxl til hægri og vinstri eftir straumi kjósenda hverju sinni. Slíkum vex ásmegin í prófkjörum flokksins.