Sérfræðinganefnd Alþingis tók rétt á einróma uppkasti Stjórnlagaráðs. Lagaði lagatækni orðalags, en forðaðist efnislegar breytingar. Móðgaðir lagatæknar úti í bæ töldu sig geta lagt til efnislegar breytingar. Var auðvitað ekki tekið til greina. Nú hefur stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekið við boltanum. Hugsanlegt er, að Vigdís Hauksdóttir amist þar við ákvæði um dýravernd, en fáir verða henni samsinntir. Flest bendir til, að uppkastið geti komizt á dagskrá Alþingis í næstu viku. Þar með er málið enn á áætlun. Þjóðin ætti að geta tekið afstöðu til endanlegrar stjórnarskrár þegar í vor.