Sigur dreifbýlisins

Punktar

Akureyringar fóru halloka í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðausturlandi. Jaðarbyggðirnar náðu hins vegar mönnum inn í vonarsæti, Siglfirðingi og Reyðfirðingi. Svipað er uppi hjá Framsókn, þar sem formaðurinn hyggst með austfirzkum atkvæðum velta Akureyringi úr þingmannssessi. Er norðaustrið þó eina dæmið á landinu um, að einn kaupstaður beri höfuð og herðar yfir önnur héruð kjördæmisins. Þetta stríðir gegn kenningunni um, að stærri kjördæmi leiði til miðsóknar valdsins. Að jaðarbyggðir missi áhrif, því að völdin færist til þéttbýlis, þar sem atkvæðastyrkurinn sé mestur. Dæmin sýna annað.