Uppþot suðurevrópskrar alþýðu í dag minna okkur á, að ríkisstjórnir á þeim slóðum hafa hagað sér eins og sú íslenzka. Allar hafa þær slegið skjaldborg um banka og fjármálastofnanir. Gera það að kröfu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, sem telur bankakerfið skipta meira máli en fólk. Að launum fékk ríkisstjórn Íslands vinnufrið og lán, þótt innistæður erlendra banka á Íslandi hefðu verið afskrifaðar. Ef uppþot halda áfram í líkingu við það, sem við sáum á Spáni í dag, endar það með stefnubreytingu. Tímabært er orðið, að stjórnir um alla Evrópu hætti að slá skjaldborg um banka og snúi sér að almenningi.