Guardian skemmtir sér yfir frétt um nafn Íslands vegna samkeppni til að bæta ímynd landsins. Hundruð lesenda hafa sent blaðinu tillögur sínar. Þar kennir margra áhugaverðra grasa: Aríaland. Eldland. Fiskland. Sauðaland. Atlantíka. Gufuland. Kalifornía. Helvítisland. Björkland. Drykkjuland. St. Þorláksland. Nauðganaland. Þorskaland. Mordor. Sagaland. Skuldaraland. Afneitunarland. Thule. Valhöll. Atlantis. Gosland. Spennandiland. Fiskiþjófaland. Af nógu er að taka í tillögunum. Kannski væri bezt að skipta vikulega um nafn. Og ekki gleyma heldur að skipta um kennitölu. Það er helzti þjóðháttur nútímans.