Góð og vond prófkjör

Punktar

Prófkjör eru vond aðferð við að lýsa frati á yfirstétt stjórnmála. Yfirleitt gengur gamla liðinu vel í prófkjörum. Niðurstöður Samfylkingarinnar í gær leiða ekki til neinnar endurnýjunar. Höfða lítt til þriðjungs þjóðarinnar, sem hefur sagt skilið við fjórflokkinn. Væru betri, ef þau væru flutt inn í kosningarnar. Eins og uppkastið að stjórnarskrá mælir fyrir. Minna svigrúm fyrir illskeyttar persónuerjur stuðningsmanna frambjóðenda. Minni líkur á, að kjósendur annarra flokka stjóri vali flokksins. Semsagt meiri sanngirni og meiri friður, en minni endurnýjun. Allt val hefur sína kosti og galla.