Sé þjóðin svo heillum horfin, að þriðjungur kjósenda eða fleiri styðji bófa í pólitík, verður engin þjóðarsátt. Engin sátt verður um stjórnarskrá eða um þjóðareign á kvóta, hvað þá um frið milli orku og umhverfis. Verði eitthvað knúið í gegn á þessu þingi, verður það afturkallað eftir kosningar. Það var nefnilega ekki þjóðin, sem heimtaði nýtt Ísland fyrir fjórum árum. Það var bara hinn meðvitaði minnihluti. Hinn þögli meirihluti vill ekkert af slíku vita. Vill bara fá aftur sína ástkæru bófa. Vonar, að þá verði aftur hægt að sukka og skulda út í eitt. Efnt verði í nýja veizlu að hætti ársins 2007.