Frestun þinghalds til 14. janúar er dæmigerð fyrir vinnubrögð Alþingis. Eða öllu heldur skort þess á vinnubrögðum. Oft hefur komið fram upp á síðkastið, að naumur tími verði fyrir brýn mál á ofanverðum kosningavetri. Sum þeirra munu falla á tíma vegna fyrirsjáanlegs málþófs. Því er skynsamlegt að hefja málþófið sem allra fyrst aftur eftir jól. Að þing standi öll kvöld og allar helgar, allt frá 3. janúar, en ekki bara frá 14. janúar. Alþingi er ýmist í ökkla eða eyra. Langtímum saman er þar jarmað út í eitt um fundarstjórn og formsatriði. Í annan tíma eru þingmálin afgreidd sinnulaust á færibandi.