Óhæfa Steingríms J. Sigfússonar felst í að afhenda greifunum kvótann til 20 ára í stað eins árs, sem nú er. Svo yfirþyrmandi óhæfa, að öll önnur atriði kvótafrumvarpsins falla samanlagt í skuggann. Hækkun á veiðigjaldi er aðeins skiptimynt í samanburði við megináfallið. Svikin við stjórnarsáttmálann, við þjóðina eru svo geigvænleg, að ég kann ekkert dæmi til samanburðar. Trúlega stafa svik atvinnuráðherrans af samúð hans með miskunnarlausa Samherjanum í kjördæmi hans. Sé ekki, að flokkur vinstri grænna beri sitt barr eftir þetta frumvarp Steingríms. Sé ekki, að hann nái einum manni inn á Alþingi í vor.