“Hann segist ekki telja þetta ólöglegt og hafa ráðfært sig við löglærða menn sem staðfesti það. Hins vegar megi setja spurningamerki við hvort þetta sé siðferðilega rétt, en að hann telji sig knúinn til að stunda slík viðskipti þar sem stærri fyrirtæki á markaði reyni að knésetja sig.” Segir sá, sem undanfarið stofnaði sautján fyrirtæki í röð á kenntöluflótta og haft tugi milljóna króna af ríkissjóði. Afar séríslenzkt að kenna samkeppni á markaði um stelsýki sína. Sýnir í hnotskurn algera siðblindu. Eins og hún er skýrust aðeins hér á landi og reynt var árangurslaust að markaðssetja í útlandinu.