Vaxandi íhald

Veitingar

Nýjungagirni mín minnkar með aldrinum. Áður fyrr sóttist ég eftir að kynnast nýjum veitingahúsum og nýjungum í matargerð. Nú er ég hins vegar kominn á mínar þúfur og vil bezt halda mér við þær. Fer þó enn út að borða að minnsta kosti tvisvar í viku, alltaf í hádeginu. En stend mig að því að rúnta milli æ færri staða. Nú er þeir orðnir átta, sem ég sæki mánaðarlega eða oftar: “Slow Food”-húsin Friðrik V og Dill. “Fusion”-húsin Fiskfélagið, Rub23 og Fiskmarkaðurinn. Líka Höfnin, gamaldags Laugaás og topphúsið Sjávargrillið. Sjaldnar á gæðastaðina Vox, Holt og Humarhúsið, sem eru dýrari en þessir.