Meira eftirlit takk

Punktar

Þótt eftirlitsstofnun standi sig illa, er ekki rökrétt afleiðing að leggja eftirlit niður. Þótt Vigdís Hauksdóttir telji svo. Við þurfum til dæmis eftirlit með matvælagerð, þótt Matvælastofnun sé fúskari. Við þurfum bara að skipta um toppana, fá menn, sem ekki telja hlutverk sitt vera að sofa. Sjaldan fær fólk upplýsingar frá Matvælastofnun um hættuleg matvæli. Hún reynir að halda öllu slíku leyndu. Kjötlausa kjötvaran úr Borgarnesi er undantekningin, sem sannar regluna. Við þurfum Matvælastofnun, sem leggur spilin á borðið. Sem segir okkur nákvæmlega, hvaða fyrirtæki brjóta hvernig hvaða reglugerðir.