Miskunnarleysi kannana

Punktar

Þótt skoðanakannanir séu ónákvæmar, einkum þegar svörun er léleg, er rétt að taka mark á meginlínum niðurstaðna þeirra. Eins og aðrar fréttir um þjóðmál koma skoðanakannanir fólki að gagni. Þess vegna er full ástæða til að hafa áhyggjur af pólitískri heilsu kjósenda. Þeir eru haldnir gullfiskaminni og trúa meira eða minna blint á stefnuskrár og kosningaloforð. Þó ætti reynslan að segja fólki, að þetta eru næsta marklaus fyrirbæri hjá hinum hefðbundnu flokkum. Reynslan gleymist og fólk er ætíð reiðubúið að trúa nýjum loforðum. Skoðanakannanir sýna nákvæmlega, að þjóðin kann ekkert með lýðræði að fara.